Teymið

anna.jpg

ANNA SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI OG EIGANDI

anna@spilda.is

Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur, MBA og IPMA verkefnastjóri, hefur unnið við fasteignaþróun og endurskipulagningu fyrirtækja síðastliðinn áratug.  Hún sat í stjórn Almenna leigufélagsins og hefur sinnt margvíslegum sérverkefnum fyrir íslenska ríkið. 

Frá 2009-2017 var hún forstöðumaður í eignastýringu og lögfræðiráðgjöf hjá Kaupþingi og sat í stjórn félags sem byggði upp Fitzroy Place, á þriggja hektara lóð í miðborg London. Anna Sigríður hefur stýrt fjölda samningaferla, komið að samningagerð, starfað að endurskipulagningu fyrirtækja og veitt lögfræðiráðgjöf í fasteignaverkefnumn í Mið-Austurlöndum og Evrópu. 

Áður var hún verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf hjá VBS  fjárfestingarbanka og sinnti þar m.a. fjármögnun fasteignaverkefna og sat í stjórn LÍN.

Gisli.jpg

Gísli Reynisson
Stjórnarformaður og eigandi

gisli@spilda.is

Gísli Reynisson, verkfræðingur og MBA, hefur unnið að fjölbreyttum fasteignaverkefnum síðastliðna tvo áratugi. 

Frá 2011 hefur hann verið framkvæmdastjóri Contra eignastýringar sem er sérhæft eignastýringarfyrirtæki um fasteignarekstur og þróun. Gísli  stýrði uppbyggingu á félaginu FAST-1 sem var í eigu allra stærstu lífeyrissjóða landsins og var nýverið selt til Regins,  en um er að ræða eitt stærsta og öflugasta fasteignafélag landsins með yfir 60.000 m2 í eignasafni.

Gísli hefur reynslu af þróun,  rekstri, uppbyggingu, viðhaldi, auk þess að annast fjármögnun og fjármálastjórn í byggingaverkefnum.  Áður starfaði hann hjá Straumi Burðarás og Íslandsbanka.